Kári Tulinius (Iceland / Finland) is a poet and novelist from Iceland. His first novel, Píslarvottar án hæfileika, was published by Forlagið in 2010. He co-founded the chapbook series Meðgönguljóð, which has released 20 poetry chapbooks since 2012. He cowrote a book of poems with Valgerður Þóroddsdóttir, published in 2012, and wrote a solo book of poems which came out in 2015. His new novel, Móðurhugur, was published by Forlagið in February 2017. He splits his time between Reykjavík and Helsinki.

 

 

 

Of a Mother’s Mind

 

My daughter’s suicide is done, I finished it.

 

Not daughter, snake. She bit my breast, infused my womb with venom. Every morning, I unbraid her blond hair, comb, and braid again. And sometimes, angry, I braid very tight. Perhaps, she’ll jump and cry out. Maybe move. But she’s a silent, barren desert. Merely ruins. Having named her, birthed her, I’ll now kill her. Murder her. Because her mind has now dissolved in water.

 

I had made my way across the sea to this small city in America expecting rebirth. Now, though, I must deal the mercy blow to her, my only daughter. He appeared, the doctor, settled down between us, me and Inga, like a figure from a fairytale, a reaper, horseman straddling his pale horse. The ink had dried and I said ‘yes’ in English. Then the serpent breathing into her lungs stopped. It slipped away and let her body die. Not since my daughter’s infancy have I felt this removed from my own self. 
She never wrote me letters, never put her life in writing. We talked via phone or video. There was no text and so nothing remains. Her character, its beauty, lived in cadences of her voice, her expressions. Words are imprecise, just short of lies. There’s nothing left but scraps, a journal torn to shreds. A mother steels herself and elbows through the text to find the refuge where a daughter takes her solace, lives on after death in printed words.

           

The art of poetry is all I know, arranging words and finding meaning where it hides in rhythm, in narrative. I let stories reach their own conclusions. Inga’s tomb will be of words. The poet will do what the mother cannot; mothers help their daughters into life, not out.

           

Now blood, and almonds too, a scent that filled my senses that one summer evening just below the Arctic Circle when she lay there on my bosom, brand new. She then looked at him, her teenage father, met his gaze, but only for a blink before they looked away from one another again. I understood immediately: he, mere boy himself, could never raise her. Suddenly, I knew her name, though I had never before then considered it. I called her Ingibjörg.

           

I hate it, her name.

           

I hate the pain that winds around my throat, a rope.

           

I hate myself. I hate my daughter more.

 

 

Part One — Inga’s Web Journal

 

22 September

 

In the throng of the train station in Providence, it took us several seconds to figure out who we were. We’d never met before, but I felt like I knew Abel better than anyone else. I’d sat down on one of four wood benches that created a circle under the domed ceiling. I looked at the faces of the arriving passengers and searched for a 3D being that resembled the 2D one I’d seen so often over the years. I’d first gotten to know him through blog posts, comments, and emails, as a character in writing. We talked about everything under the sun. Lofty topics, like Roman poets, remote islands, gender studies, and everyday things—homework, cute boys, and parents. For years, we’ve talked on a daily basis, via Skype or text. Over eight years, our life has become enmeshed and now, our skin would touch. But I wasn’t sure how the person I’d spoken with through a computer screen looked. I knew his face well, but didn’t have a feel for the space that his personality occupied. He had always been male to me. Would I be able to tell he had female body? I was suddenly aware of my own ignorance about everything related to transitioning. Then I set eyes on a tall guy with long limbs wearing a pinstripe suit. A familiar, oblong face with a strong nose and dark brown eyes under close-cropped red hair. There he was. Abel studied me for several blinks of an eye and then shouted.

           

“Inga!”

           

In my hurry to reach him, I nearly walked right into another passenger. Other people became gray shadows. He put down his suitcase and the fatigue disappeared from his face. We embraced and I got physical confirmation of how real he is and wished in that moment that he’d never let me go. I wished that he would kiss me. I wished that the world would be erased, would self-destruct in an instant, and that in the endless darkness, a night without sunrises, we would love each other for all eternity.

 

 

Icelandic

 

Móðurhugur

 

 

 

Ég hef klárað sjálfsmorð dóttur minnar.

 

           

Ekki dóttur heldur snáks sem beit í brjóst mín, spýtti eitri inn í móðurlífið. Alla morgna tek ég fléttuna úr ljósu hári hennar, greiði, flétta aftur. Stundum, þegar ég er reið, hef ég fléttuna mjög þétta. Kannski bregst hún við og æmtir, hreyfir sig. Hún þegir. Hún er eyðimörk. Er rústin ein. Ég, sem nefndi hana, fæddi hana, skyldi drepa, myrða, því að hugsun hvarf úr líkama og leystist upp í vatni.

 

           

Yfir sæ á sjúkrahús í bandarískri smáborg kom ég til að bíða endurfæðingar, en ekki til þess eins að veita einkadóttur minni náðarhöggið. Læknir kom sér fyrir milli mín og Ingu eins og ævintýravera, sláttumaður, riddari á bleikum hesti. Blekið þornaði, ég sagði já á enskri tungu, slöngurnar sem veittu súrefni inn í lungun slepptu taki, skriðu út og leyfðu líkama að deyja. Ég hef ekki verið svona fjarlæg eigin sjálfi síðan dóttir mín var ungbarn.

 

           

Inga skrifaði mér aldrei bréf og lýsti lífi sínu, heldur talaði við mig í síma, gegnum tölvu. Það var ekki texti og nú er það ekki til. En fegurð persónunnar býr í hljómfalli og svipbrigðum því orðin eru ónákvæm, svo nálgast lygi. Einvörðungu slitrur eftir, dagbók rifin sundur. Móðir setur hornin undir sig og ryðst fram gegnum texta, finnur heimahaga þar sem dóttir getur hvílst, átt framhaldslíf í orðum prentuðum í bók.

 

           

Skáldalistin er það eina sem ég kann, að raða saman orðum, finna merkinguna bak við hrynjandi og frásögn. Láta sögu líða fram að niðurstöðu. Inga verður lögð í grafhýsi úr orðum. Skáldið gerir það sem móðir hennar getur ekki því að mæður hjálpa dætrum sínum inn í heiminn, ekki út úr honum aftur.

 

           

Blóð og möndlur, lykt sem fyllti vitin þegar hún lá ný á móðurkvið um sumarkvöld rétt sunnan heimskautsbaugsins. Andlit hennar sneri beint að táningsföður, augnaráð sem mættust örskotsstund og reikuðu svo annað. Um leið skildi ég að þessi drengur myndi ekki geta alið hana upp. Í þeirri andrá hlaut hún nafnið Ingibjörg í huga mínum, nafn sem aldrei hafði verið orðað fyrr.

 

          

Ég hata þetta nafn.

   

Ég hata þennan sársauka sem vefst um háls minn eins og reipi.

   

Hata sjálfa mig. En hata dóttur mína meira.

 

 

 

Fyrsti hluti — Vefdagbók Ingu

 

 

 

22. september

 

 

 

Í mannþrönginni á lestarstöðinni í Providence vorum við nokkrar sekúndur að átta okkur á því hver við værum. Við höfðum aldrei hist áður, en mér fannst ég þekkja Abel betur en nokkra aðra manneskju. Ég hafði sest á einn af fjórum trébekkjum sem sveigðust í hring undir hvelfingunni. Ég horfði í andlit komufarþeganna og leitaði að þrívíðri mannveru sem líktist þeirri tvívíðu sem ég hafði svo oft séð í gegnum árin. Fyrst hafði ég aðeins kynnst honum í bloggfærslum, athugasemdum og tölvubréfum, sem persónu í texta. Við ræddum allt milli himins og jarðar. Háleit málefni, eins og rómversk skáld, fjarlægar eyjar, kynjafræði, og hversdagslega hluti, heimavinnu, sæta stráka og foreldra. Í mörg ár höfum við spjallað saman daglega, gegnum Skype eða stafróf. Í átta ár hefur líf okkar verið samtvinnað og nú myndi hörund okkar snertast. En ég var ekki viss um hvernig manneskjan sem ég hafði talað við gegnum tölvuskjá liti út. Ég þekkti andlitið vel en hafði enga tilfinningu fyrir rýminu sem persónuleikinn fyllti. Hann hafði alltaf verið karlkyns fyrir mér. Myndi ég skynja líkama hans sem kvenkyns? Allt í einu fann ég fyrir eigin vanþekkingu á öllu sem viðkemur því að leiðrétta kyn sitt. Svo kom ég auga á hávaxinn náunga, með langa útlimi og í teinóttum jakkafötum. Kunnuglegt, langleitt andlit, voldugt nef og dökkbrún augu undir stuttklipptu, rauðu hári. Þarna var hann. Abel virti mig fyrir sér í fjöldanum örskamma stund og hrópaði svo:

 

        

    —Inga!

 

           

Í flýti mínum að komast til hans gekk ég næstum á annan lestarfarþega. Annað fólk varð að gráum skuggum. Hann lagði frá sér ferðatöskuna og þreytan hvarf úr andlitinu. Við föðmuðumst og ég fékk áþreifanlega tilfinningu fyrir því hve raunverulegur hann er og óskaði þess um leið að hann myndi aldrei sleppa mér. Ég óskaði þess að hann kyssti mig. Ég óskaði þess að heimurinn þurrkaðist út, tortímdist á einu augnabliki, og að í endalausu myrkrinu, nótt án sólarupprásar, myndum við elskast að eilífu.

 

Translated from Icelandic by Larissa Kyzer

Larissa Kyzer is an American writer and translator who moved to Iceland after receiving a Fulbright grant in 2012. Her translations include works by Andri Snær Magnason and Auður Jónsdóttir, as well as a collection of horror stories written by Icelandic schoolchildren. She will earn her MA in Translation Studies in 2017.